Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1678
11. apríl, 2012
Annað
‹ 3
4
Fyrirspurn
Fundargerð fræðsluráðs frá 2.apríl sl. Fundargerð bæjarráðs frá 4.apríl sl. a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 28.mars sl. b. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.mars sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.apríl sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 4.apríl sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.mars sl. Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.mars og 4.apríl. sl.
Svar

Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls undir 1. lið - Frístundabíllinn, framtíð hans - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. apríl sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Margrétar Gauju Magnúsdóttur. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Margrétar Gauju Magnúsdóttur. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdottir svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að stuttri athugasemd. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 2. lið - Hellubraut 7, fyrirspurn - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 3. apríl sl. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs fra 4. apríl sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Annar varaforseti tók við fundarstjórn að nýju. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. apríl sl. og 2. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 3. apríl sl. Kristinn Andersen kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. apríl sl. og 1. lið - Umhverfis- og framkvæmdaráð, fjárhagsáætlun 2012 - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26. mars sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Annar varaforseti tók við fundarstjórn að nýju. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 12. lið - Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og byggingarráði - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 3. apríl sl. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 2. - Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna - og 3. lið - Efnislosun - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. apríl sl. Annar varaforseti tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26. mars sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Margrétar Gauju Magnúsdóttur. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 3. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. apríl sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 1. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26. mars sl. Forseti tók við fundarstjórn. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni.

Rósa Guðbjartsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir miklum vonbrigðum með að meirihluti bæjarstjórnar hefur hafnað áframhaldandi samstarfi við Frístundabílinn og þar með stöðvað starfsemi þessa mikilvæga og góða samfélagsverkefnis.
Mikil ánægja hefur verið með þjónustu Frístundabílsins sem hefur auðveldað börnum að stunda frístundir sínar og minnkað akstur foreldra á einkabílum til að koma börnum til og frá íþrótta- eða tómstundaiðkun.
Fyrirtæki í bæjarfélaginu hafa komið að verkefninu með stuðningi sínum með eftirtektarverðum hætti og verða tvö ár að teljast of skammur tími til að skera úr um hvort verkefnið geti borið sig. Með því að hætta samstarfi við Frístundabílinn nú og leita samninga við Strætó um umtalsvert dýrari kost við að auka innanbæjarakstur sýnir meirihlutinn í verki hver raunverulegur áhugi og velvilji í garð frumkvöðlastarfsemi í bæjarfélaginu er takmarkaður."

Ólafur Ingi Tómasson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Gunnar Axel Axelsson kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Frístundabíllinn var tilraunaverkefni sem sett var á stofn með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar og nokkurra fyrirtækja í sveitarfélaginu. Tilgangur verkefnisins var að mæta betur þörfum barna og ungmenna um bættar almenningssamgöngur.
Eftir næstum þriggja ára tilraunaverkefni er það mat rekstraraðila Frístundabílsins að verkefnið standi ekki undir sér nema sveitarfélagið leggi því til aukið fé. Það hlýtur því að vera eðlilegt að skoðaðar séu aðrar leiðir til að sinna þjónustu við þennan aldurshóp, sér í lagi í ljósi þeirrar augljósu staðreyndar að Hafnarfjarðarbær á aðild að almenningssamgöngufyrirtækinu Strætó bs . Á þeim forsendum samþykkti Umhverfis- og framkvæmdaráð að hefja viðræður við byggðasamlagið um að auka innanbæjarakstur með það fyrir augum að þjóna börnum og ungmennum sem taka þátt í skipulögðu frístundastarfi með sambærilegum hætti og gert hefur verið með þjónustu Frístundabílsins. Þannig er leitast við að tryggja betur nýtingu þeirra fjármuna sem veitt er til almeningssamgangna og auka um leið þjónustu við alla bæjarbúa, óháð aldri.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í bæjarstjórn þakka aðstandendum Frístundabílsins óeigingjarnt frumkvöðlastarf við að koma til móts við foreldra barna með það að markmiði að minnka notkun einkabílsins og kynna börnum og unglingum í Hafnarfirði kosti þess að nota almenningssamgöngur. Forsvarsmenn Frístundabílsins hafa brotið blað með þessu mikilvæga frumkvöðlastarfi, þannig að til þess er horft víða að af landinu."

Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Lúðvík Geirsson (sign),
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).