Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1686
12. september, 2012
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð fjölskyldurráðs frá 5.sept. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29.ágúst sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.sept.sl a. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 27.ágúst sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 3.sept. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 6.sept. sl. a.Fundargerðir hafnarstjórnar frá 21.ágúst og 4.sept. sl. b. Fundargerðir stjórnar Hafnarborgar frá 24.maí og 20.ágúst sl. c. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27.ágúst sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.sept.sl.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 8. lið - Árshlutauppgjör 2012 - í fundargerð bæjarráðs frá 6. sept. sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 5. lið - Bandalag háskólamanna, kjaramál -, 7. lið - Lánshæfi, samningur um greiningu og mat -,8. lið og 13. lið - Hjúkrunarheimili á Völlum - í fundargerð bæjarráðs frá 6. sept. sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen tók til máls undir 5., 6. og 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6 sept. sl. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 3. lið - Almenningssamgöngur, innanbæjarakstur - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5. sept. sl. og 4. lið - Áslandsskóli, tómstundamiðstöð (félagsmiðstöð/frístundaheimili) í fundargerð fræðsluráðs frá 3. september sl. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 5., 6. og 10. lið - Endurfjármögnun lána, upplýsingalög, úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál - í fundargerð bæjarráðs frá 6. sept. sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 5., 6. og 8. lið í fundargerð bæjarráðs. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 7. og 8. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. sept. sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson tók til máls undir 1. lið - Fatlaðir, búsetumál - í fundargerð fjölskylduráðs frá 5. sept. sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 4. lið - Íþrótta- og tómstundanefnd, Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir - í fundargerð fjölskylduráðs frá 5. september sl.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Afneitun algjör
Sú umræða sem átt hefur sér stað um árshlutauppgjör ársins 2012 sýnir enn þá afneitun sem bæjarfulltrúar meirihlutans eru í. Þótt ytri aðstæður séu hagstæðar um þessar mundir er enn verið að fást við afar erfiða skuldastöðu, þung endurfjármögnun stendur fyrir dyrum á næsta kjörtímabili þegar 10 milljarða króna lán fellur, eða eins og segir í nýrri skýrslu Reitunar: ,,Skuldir eru of miklar, endurfjármögnunaráhættan er umtalsverð og markaðsáhætta allnokkur.??
Því hefur verið ýtt yfir á næsta kjörtímabil að taka raunverulega á vandanum, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu ítrekað á að taka yrði heildstætt á skuldavandanum til framtíðar sem hefði getað leitt meðal annars til þess að hluti skulda bæjarins yrði afskrifaður. Sérfræðingar Landsbanka Íslands virðast hafa verið svipaðrar skoðunar og sjálfstæðismenn því nýlega varð opinbert að bankinn setti sem skilyrði fyrir endurfjármögnun innanlands að 3 milljarðar yrðu afskrifaðir hjá Depfa banka."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Veltufé frá rekstri jákvætt um 912 milljónir

Yfirskrift fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 er JAFNVÆGI Í REKSTRI ? AUKIN FRAMLEGÐ OG NIÐURGREIÐSLA SKULDA. Það árshlutauppgjör sem lagt var fram í bæjarráði í síðustu viku staðfestir svo ekki verður um villst að staðið er við allar þessar fyrirætlanir.
Meginniðurstaða árshlutareikningsins er að afkoma bæjarsjóðs A hluta og samstæðureiknings A og B hluta er jákvæð fyrir fjármagnsliði. Rekstrarniðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um tæpar 751 millj.kr. og rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 1.156 millj.kr. Fjármagnsliðir hafa neikvæð áhrif á heildarniðurstöðu reikningsins vegna óhagstæðrar verðlagsþróunar á tímabilinu sem var mun meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrarafkoma A hluta eftir fjármagnsliði er neikvæð um 198 millj.kr. og rekstrarafkoma A og B neikvæð um 137 millj.kr. Bæði rekstrartekjur og rekstrargjöld eru í takt við áætlun ársins 2012 en frávik eru í fjármagnsliðum sem skýrast af áföllnum verðbótum á tímabilinu en þær eru jafn háar þeim verðbótum sem áætlað var fyrir allt árið 2012.

Veltufé frá rekstri í A hluta er um 551 millj.kr. og í A og B hluta nemur veltufé frá rekstri um 912 millj.kr. Heildareignir A hluta námu í júnílok 35.810 millj.kr., skuldir og skuldbindingar námu 30.956 millj.kr. og eigið fé nam 4.583 millj.kr.

Heildareignir A og B hluta námu í árslok 46.710 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar námu 38.884 millj.kr. Eigið fé í júnílok nam 7.826 millj.kr. Á tímabilinu námu tekjur vegna gatnagerðargjalda 65,7 millj.kr. og fjárfestingar um 21.6 millj.kr. Tekin voru ný lán að fjárhæð 410 millj.kr. en greiddar afborganir á tímabilinu námu 725 millj.kr.

Rekstrarniðurstaða fyrstu sex mánuði ársins er í fullu samræmi við þær áætlanir sem gerðar voru á síðasta ári og má ekki síst þakka það öguðu starfsumhverfi og samhentu átaki og elju stjórnenda og starfsmanna bæjarins. Að auki er það staðreynd að endurfjármögnun lána í erlendri mynt, er hagstæðara sem nemur 389 milljónir á tímabilinu ef borið er saman við innlenda lántöku á sama tímabili. Þetta staðfestir að vaxtaumhverfi erlendra lána er um þessar mundir mun hagstæðari og væri staðan önnur ef farið hefði verið í endurfjármögnun erlendra lána bæjarins í íslenskum gjaldmiðli."

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign) og Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).