Fyrirspurn
Byggingarár Linnetsstígs 2 er árið 2005 og húsið löngu tekið í notkun, sem er óheimilt skv. lögum um mannvirki nr. 123/2010 og skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Lokaúttekt fór fram 12.09.12, en lauk ekki þar sem athugasmdir voru gerðar. Gefnar voru 4 vikur til að bregðast við athugasemdum og boða til endurtekinnar lokaúttektar. Ekki var brugðist við því. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.01.13 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Bygginsgarstjóri Benedikt Steingrímsson óskaði eftir fresti til 15.04.13 til að ljúka verkinu.