Einivellir 5, byggingarstig og úttektir
Einivellir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 576
26. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 30.04.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.06.15 byggingarfyrirtækinu Verkþingi ehf skylt að ljúka málinu og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags-og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarfyrirtækið Verkþingi ehf sem telst í ábyrgð fyrir verkinu/byggingarstjóri frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197732 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075369