Sörlaskeið 9, byggingarstig og notkun
Sörlaskeið 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 498
19. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Sörlaskeið 9 er skráð á byggingarstigi 4, þrátt fyrir að vera fullbúið. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.05.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóri mætti á staðinn og kvaðst ætla að sækja um lokaúttekt. Sú umsókn hefur ekki borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.04.13 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín. Verði ekki brugðist við þeim innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 188186 → skrá.is
Hnitnúmer: 10072543