Gjótuhraun 7, byggingarstig og úttektir
Gjótuhraun 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 401
14. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Gjótuhraun 7 er á byggingarstigi 3, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 09.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra væri skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Ekki var brugðist við erindinu. Þar sem breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu án tilskilinna leyfa hafa verið lagðar inn reyndarteikningar. Afgreiðslu var frestað þar sem þær uppfylla ekki skilyrði byggingarreglugerðar.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum og byggingarstjóra fjögurra vikna frest til að koma teikningum í lag og sækja um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því koma áður boðaðar dagsektir og áminning til byggingarstjóra til framkvæmdar. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum hönnuðar og byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 179329 → skrá.is
Hnitnúmer: 10076726