Lausar lóðir og verð árið 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1679
25. apríl, 2012
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.apríl sl. Lögð fram tillaga um úthlutun lóðanna Furuás 8-10, Furuás 23-25-27, Skógarás 1 og Skógarás 3 í samræmi við tilboð í lóðirnar 6. febrúar sl. Lagt fram erindi Ketils Ketilssonar þar sem hann tilkynnir að hann falli frá tilboði sínu í lóðina Arnarhraun 50. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Lautarsmára efh kt. 681294-2289 lóðunum Furuás 8-10 og lóðunum Furuás 23-25-27, Jóni R. Arilíusarsyni kt. 220268-3149 lóðinni Skógarás 1 og Evu Lísu Reynisdóttur kt. 300580-5729 lóðinni Skógarás 3. Um úthlutanirnar gilda skilmálar útboðsins og nánari skilmálar skipulags- og byggingarfulltrúa."
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Sigríður Björk Jónsdóttir og Helga Ingólfsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar á fundi sínum þann 23. apríl sl.