Strandgata 55 (Víkingastræti 1), breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 395
1. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Við vettvangsskoðun 26. janúar sl. kom í ljós að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á innra fyrirkomulagi veitingastaðarins. Ekki liggur fyrir samþykki fyrir breytingunum. Húsið er að hluta frá árinu 1841.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Húsafriðunarnefndar og óskar jafnframt eftir skýringum frá eiganda.