Fyrirspurn
Við vettvangsskoðun 26. janúar sl. kom í ljós að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á innra fyrirkomulagi veitingastaðarins. Teikningum er skipt út þann 07.05.2012. Í samræmi við umsögn Húsafriðunarnefndar gerði skipulags- og byggingarfulltrúi eiganda skylt 18.04.12 að loka götum á eldvarnarvegg eða leggja inn teikningar sem samþykktar hafa verið af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Enn fremur skal leggja inn reyndarteikningar sem sýna orðnar breytingar, m.a. færslu stiga. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Eigandi mætti í viðtal 02.05.12 og óskaði eftir fresti meðan verið væri að vinna teikningar.