Fyrirspurn
Tekin til umræðu hugmynd um viðurkenningu þeirra húsa þar sem vel er hugað að útliti, varðveislu og umhverfi húsanna. á fundi skipulags- og byggingarráðs 07.02.12 var samþykkt að að gera átak í að kynna söguleg hús í Hafnarfirði á heimasíðu bæjarins. Tekið verði tillit til bæði menningarsögulegs- og byggingarlistasögulegs gildis byggingarinnar og tengsl hennar við umhverfið. SBH felur sviðsstjóra að vinna að undirbúningu verkefnisins í samvinnu við Byggðasafn Hafnarfjarðar. Fulltrúar Byggðasafns Hafnarfjarðar mæta á fundinn.