Merking húsa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 292
7. febrúar, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu hugmynd um viðurkenningu þeirra húsa þar sem vel er hugað að útliti, varðveislu og umhverfi húsanna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gera átak í að kynna söguleg hús í Hafnarfirði á heimasíðu bæjarins. Tekið verði tillit til bæði menningarsögulegs- og byggingarlistasögulegs gildis byggingarinnar og tengsl hennar við umhverfið. SBH felur sviðsstjóra að vinna að undirbúningu verkefnisins í samvinnu við Byggðasafn Hafnarfjarðar og boða fulltrúa Byggðasafnsins á næsta fund ráðsins.