Umferðarmál í miðbænum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 300
29. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu að nýju umferðarmál í miðbæ Hafnarfjarðar, einkum hvað varðar tengingu Norðurbakka við reit 2 og umferðartengingu Fjarðargötu og Lækjargötu. Skipulags- og byggingarráð lagði til að vinstri beygja yrði bönnuð úr Fjarðargötu inn á Lækjargötu til austurs og óskaði eftir að Skipulags- og byggingarsvið ásamt Umhverfis- og framkvæmdasviði vinni tillögu að nánari útfærslu á gatnamótunum. Helga Stefánsdóttir Umhverfis- og tæknisviði gerði grein fyrir framgangi verksins.
Svar

Helga Stefánsdóttir gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.