Aðalskipulagsbreyting Vogum, Keilisnesi, skipulags og matslýsing
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 292
7. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Sigurðar H Valtýssonar skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga dags. 27.01.12, þar sem vísað er til umsagnar tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar Keilisnes, skipulags- og matslýsing. Umsagnarfrestur er til 17.02.12.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna, þar sem fram kemur að fallið er frá skipulagi sem gerir ráð fyrir athafna- og iðnaðarsvæði fyrir matvæla og liftæknistarfsemi. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að sérstaklega verði gætt að forminjum á svæðinu sem og aðkomu og andrými nærliggjandi minjasvæða við Kálfatjörn. Skipulags- og byggingarráð mælist ennfremur til þess að á deiliskipulagsstigi verði gerðar kröfur um að við hönnun mannvirkja verði sérstök áhersla lögð á að takmarka sem kostur er sjónræn áhrif uppbyggingar á þessu svæði.