Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna, þar sem fram kemur að fallið er frá skipulagi sem gerir ráð fyrir athafna- og iðnaðarsvæði fyrir matvæla og liftæknistarfsemi. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að sérstaklega verði gætt að forminjum á svæðinu sem og aðkomu og andrými nærliggjandi minjasvæða við Kálfatjörn. Skipulags- og byggingarráð mælist ennfremur til þess að á deiliskipulagsstigi verði gerðar kröfur um að við hönnun mannvirkja verði sérstök áhersla lögð á að takmarka sem kostur er sjónræn áhrif uppbyggingar á þessu svæði.