Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 359
18. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram minnisblað frá Veitustjóra um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5. nóvember 2014 og áréttar að ekki er ásættanlegt að auka gæði eins sveitarfélags á kostnað annars og það samræmist ekki hugmyndafræði svæðisskipulagsins. Bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs er svohljóðandi:

"Umhverfis og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar vill árétta mikilvægi þess að við heildarendurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu sé litið til bættrar nýtingar á núverandi vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins og skoða heildstætt vatnstöku og þær mismundandi aðstæður sem sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins búa við.

Þá gerir ráðið athugasemdir við að í skýrslunni eru engin ný svæði í nágrenni höfuðborgarinnar tekin frá undir vatnsvernd og ekki liggur fyrir nein áætlun um uppbyggingu framtíðarvatnsbóla eða varavatnsbóla fyrir svæðið í heild."