Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1745
13. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð SBH frá 5.maí sl. Lögð fram tillaga um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir heildarendurskoðunina, ítrekar bókun fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stýrihópnum í grein 8.4.1. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 m.s.br."
Svar

Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Forseti kynnti eftirfarandi sameiginlega bókun bæjarfulltrúa:

"Núgildandi vatnsvernd er skilgreind í sérstöku svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið samanstendur af afmörkun verndarsvæða og samþykkt nr. 636/1997 um verndarsvæði vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu en ýmsar breytingar hafa orðið á lagaumhverfi og þróun landnýtingar í nágrenni verndarsvæða sem gefa tilefni til endurskoðunar. Með þessari endurskoðun verður ekki lengur um sérstakt svæðisskipulag vatnsverndar að ræða heldur mun afmörkun vatnsverndar ásamt samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla verða hluti af svæðisskipulagi höfuðborgarssvæðisins."