Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1730
17. september, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð SBH frá 9.sept. og 1.liður úr fundargerð UMFRAM frá 10.sept. sl. Tekið fyrir að nýju bréf Hrafnkels Proppé dags. 07.10.14 með tillögum stýrihóps um endurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir að afstaða Hafnarfjarðar liggi fyrir 15.09.2014. Dagur Jónsson mætti á fundinn og kynnti málið.
Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við fyrirhugaða auglýsingu deiliskipulags vatnsverndar á höfuðborgarsvæði, en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði, markmið og orðalag í skipulagsáætluninni.
Farið yfir kynningu frá SSH varðandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Dagur Jónsson fer yfir málið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við fyrirhugaða auglýsingu deiliskipulags vatnsverndar á höfuðborgarsvæði, en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði, markmið og orðalag í skipulagsáætluninni.
Svar

Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að við enduskoðun vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins verði horft til verðmæta sem felast í sjálfrennandi vatni þar sem það er fyrir hendi.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur að öðru leyti undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og samhljóða bókun skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar frá 9. og 10. september 2014, en jafnframt er lýst áhyggjum yfir því að framkomin skipulagsáætlun geri ekki ráð fyrir nýjum og öruggari vatnsbólum eða varavatnsbólum fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og að ekki skuli lögð til áætlun um rannsóknir og samstarf þessara aðila sem að miða í þá átt, né heldur er gert ráð fyrir því að skoða möguleika á hreinsun á drykkjarvatni úr þeim vatnsbólum sem nú eru í notkun eftir því sem við á en sú lausn myndi létta álagi á sameiginlega grunnvatnsstrauma og bæta nýtingu núverandi vatnsbóla.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framkomna bókun með 11 samhljóða atkvæðum.