Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að við enduskoðun vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins verði horft til verðmæta sem felast í sjálfrennandi vatni þar sem það er fyrir hendi.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur að öðru leyti undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og samhljóða bókun skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar frá 9. og 10. september 2014, en jafnframt er lýst áhyggjum yfir því að framkomin skipulagsáætlun geri ekki ráð fyrir nýjum og öruggari vatnsbólum eða varavatnsbólum fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og að ekki skuli lögð til áætlun um rannsóknir og samstarf þessara aðila sem að miða í þá átt, né heldur er gert ráð fyrir því að skoða möguleika á hreinsun á drykkjarvatni úr þeim vatnsbólum sem nú eru í notkun eftir því sem við á en sú lausn myndi létta álagi á sameiginlega grunnvatnsstrauma og bæta nýtingu núverandi vatnsbóla.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framkomna bókun með 11 samhljóða atkvæðum.