Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3328
4. október, 2012
Annað
Fyrirspurn
Kynnt drög að umsögn bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð tekur undir það sjónarmið sem fram kemur í drögum að nýrri stefnu að unnið sé að málefnum ferðaþjónustunnar í nánu og virku samráði við ferðaþjónustufyrirtækin í bænum og jafnframt að hlutverk bæjaryfirvalda eigi fyrst og fremst að felast í því að tryggja þeim góð starfsskilyrði og því að byggja upp nauðsynlega innviði svo greinin geti þróast með eðlilegum og sjálfbærum hætti.

Hvað form stefnunnar og framsetningu snertir er mikilvægt að það styðji vel við framkvæmd hennar og auki þannig líkur á að úr einstökum stefnuviðmiðum rætist. Í fyrirliggjandi drögum mætti skerpa frekar á þessari hlið, til dæmis með því að tiltaka einstök verkefni/skref undir hverjum efniskafla (eða sem sjálfstæðum hluta), skilgreina markmið þeirra, í hverjum framkvæmd þeirra á að felast, ábyrgðaraðila, samtarfsaðila, tímabil, áætlaðan kostnað og hvernig mæla skuli árangur í hverju verkefni fyrir sig (mælikvarða).