Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi ASK-arkitekta f.h. Fjarðarmóta ehf dags. 03.02.12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Skipalón 1 - 19, þannig að leyft verði að byggja minni bílageymslur en samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að fá framkvæmdaáætlun og að sýndur verði inngangur í stigahús fyrir næsta fund. Þau gögn bárust og voru lögð fram. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnina og heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að breytingu að deiliskipulagi í samræmi við lög nr. 123/2010. Tillaga ASK-arkitekta að breytingu á deiliskipulagi dags. 02.05.12 var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.