Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1685
29. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.ágúst sl. Lagður fram lánasamningur vegna lóðarskila. Lagður fram endurnýjaður samningur við Arion banka vegna bankalínu. Fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir málin. Bæjarráð vísar lánasamningi vegna lóðarskila og endurnýjuðum samningi við Arion banka vegna bankalínu til samþykktar í bæjarstjórn.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögur:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir með að taka lán hjá Íslandsbanka að fjárhæð 60.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að fjármagna lóðarskil á lóðinni Dofrahella 1.

Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessari lántöku."

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að endurnýja lánasamning við Arion banka að fjárhæð kr. 300.000.000 þ.e. skammtímafjármögnun í formi yfirdráttaláns á veltureikningi í íslenskum krónum í samræmi við samþykkta skilmála lánasamningsins sem liggja fyrir fundinum.

Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Arionbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessum samningi."

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.