Bæjarhraun, hjólastígur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1700
27. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð SBH frá 19.mars sl. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs fyrir stíginn dags. 13.03.2013. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagið verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur um skipulagið skr. 40. grein sömu laga. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir hjólastíg við Bæjarhraun verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.