Álfhella 9, fyrirspurn
Álfhella 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 297
17. apríl, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir fyrirspurn Páls Poulsen frá 07.03.2012 sem óskar eftir leyfi fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði. Byggingin verður ein hæð með millilofti. Húsið verður staðsteypt, einangrað að innan og múrhúða samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 07.03.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í steinsteypta girðingu á lóðamörkum og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð synjaði erindinu 03.04.12 eins og það lá fyrir. Lagður fram tölvupóstur Ingólfs Arnar Steingrímssonar dags. 04.04.12. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.04.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina með þeim skilyrðum að steyptur veggur að bæjarlandi verði ekki hærri en 2 metrar og inndreginn að hluta. Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmd sem þessari.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203357 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097640