Launakönnun 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3350
2. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Kynnt launakönnun sem MMR gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ sbr. samþykkt bæjarráðs 8.3. 2012. Anna Jörgensdóttir starfsmannastjóri, Haraldur Eggertsson frá starfsmannahaldi, Ólafur Gylfason og Birkir Örn Grétarsson frá MMR mættu á fundinn og fóru yfir könnunina.
Svar

Samkvæmt niðurstöðum greiningar á launum starfsmanna mælist ekki kynbundinn munur á davinnulaunum hjá Hafnarfjarðarbæ. Bæjarráð lýsir hinsvegar yfir vonbrigðum með að enn skuli mælast kynbundinn munur á heildarlaunum starfsmanna og felur bæjarstjóra að undirbúa stofnun framkvæmdahóps til að greina ástæður þess að enn mælist slíkur munur og koma með tillögur að úrbótum. Við skipan hópsins verði lögð áhersla á samstarf við stéttarfélög bæjarstarfsmanna og þátttöku starfsmanna. Jafnframt verði sett af stað vinna við innleiðingu jafnlaunastaðals hjá Hafnarfjarðarbæ.