Lagt fram.
Skipulags- og byggingarsvið fagnar umræðunni og telur að nú séu þessi mál komin í betri farveg og að betur verði fylgst með réttri skráningu til framtíðar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir verkáætlun skipulags - og byggingarsviðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram meðfylgjandi bókun:
Eins og margoft hefur komið fram á síðustu vikum hefur verið verulegur misbrestur í skráningu á fasteignum í Hafnarfirði sem leitt hefur til verulegs tekjutaps fyrir Hafnarfjarðarbæ auk mismununar á álagningu fasteignagjalda á eigendur fasteigna í Hafnarfirði. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði felur í sér að umfang á rangri skráningu fasteigna og tekjutapi Hafnarfjarðarbæjar verði skráð á þann hátt að sjá má umfang málsins með skýrum hætti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að Skipulags- og byggingarsvið hafi tekið á þessu máli og tekið sé undir eitthvað af tillögum Sjálfstæðisflokksins en afstaða meirihluta Skipulags- og byggingarráðs varðandi skoðun á tekjutapi bæjarins vegna misbrests á skráningu fasteigna er því vonbrigði þar sem meirihlutinn hefur talað fyrir gagnsæi og upplýsingaflæði stjórnsýslunnar til almennings.