Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 296
3. apríl, 2012
Annað
‹ 11
12
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá næstsíðasta fundi: Tillaga um átak í skráningu fasteigna í Hafnarfirði. Í ljósi upplýsinga og umræðu síðustu vikur um misbrest á skráningu fasteigna í Hafnarfirði til Fasteignamats ríkisins (FMR) og í samræmi við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í SBH þann 10.jan. sl. er lagt til að: 1. Starfsmaður eða starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar af skipulags- og byggingarsviði eða af öðru sviði bæjarins verði falið að skrá byggingarstig og notkun fasteigna í bænum þar til fullvissa er fengin fyrir því að allar fasteignir í Hafnarfirði eru rétt skráðar hjá FMR. 2. Að skráðar verði allar óskir skipulags og byggingarsviðs um breytingar á byggingarstigi fyrir árið 2011 og 2012. 3. Að skýrt komi fram í skráningu á hvaða byggingarstigi viðkomandi fasteign var þegar ósk um rétta skráningu er lögð fram, hvenær áætlað er að viðkomandi fasteign hafi verið tekin í notkun eða verið komin á byggingarstig 4 og 7, og hvenær rétt skráning hafi verið uppfærð hjá FMR. 4. Að fram komi hve áætlað tekjutap hafi verið fyrir Hafnarfjarðarbæ af rangri skráningu viðkomandi fasteignar. 5. Að verklagi við eftirliti á skráningu verði breytt þannig að sem réttust mynd fáist af skráningu fasteigna hverju sinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu aðgerða skv. liðum 1-3. Áður lögð fram drög að svörum við tillögum. Frestað á síðasta fundi. Lögð fram verklýsing skipulags- og byggingarsviðs við skráningu byggingarstigs og matsstigs fasteigna.
Svar

Lagt fram.

Skipulags- og byggingarsvið fagnar umræðunni og telur að nú séu þessi mál komin í betri farveg og að betur verði fylgst með réttri skráningu til framtíðar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir verkáætlun skipulags - og byggingarsviðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram meðfylgjandi bókun:
Eins og margoft hefur komið fram á síðustu vikum hefur verið verulegur misbrestur í skráningu á fasteignum í Hafnarfirði sem leitt hefur til verulegs tekjutaps fyrir Hafnarfjarðarbæ auk mismununar á álagningu fasteignagjalda á eigendur fasteigna í Hafnarfirði. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði felur í sér að umfang á rangri skráningu fasteigna og tekjutapi Hafnarfjarðarbæjar verði skráð á þann hátt að sjá má umfang málsins með skýrum hætti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að Skipulags- og byggingarsvið hafi tekið á þessu máli og tekið sé undir eitthvað af tillögum Sjálfstæðisflokksins en afstaða meirihluta Skipulags- og byggingarráðs varðandi skoðun á tekjutapi bæjarins vegna misbrests á skráningu fasteigna er því vonbrigði þar sem meirihlutinn hefur talað fyrir gagnsæi og upplýsingaflæði stjórnsýslunnar til almennings.