Lokaúttekt fór fram 06.06.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Gefnar voru 6 vikur til að lagfæra það sem á vantaði og sækja að nýju um lokaúttekt. Ekki hefur verið brugðist við því nema hvað eigandi bils nr 104 hefur óskað eftir endurtekinni lokaúttekt. Enginn byggingarstjóri er skráður á húsið.
Svar
Húsið er ekki samkvæmt samþykktum teikningum, öryggismálum er ábótavant og húsið er ekki brunatryggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra sem boði til lokaúttektar innan 6 vikna.