Erluás 2, byggingarstig og úttektir
Erluás 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 445
30. janúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Erluás 2 er enn skráð að mestu á byggingarstigi 4 og matsstigi 8, þótt það hafi fyrir löngu verið tekið í notkun og flutt inn í það. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 25.04.2012 en ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 31.10.12 fyrirmæli sín og að hann mundi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra yrði ekki sótt um lokaúttekt innan 4 vikna. Eigandi hringdi 21.11.12.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Pétur Guðmundsson frá og með 1. mars 2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 186247 → skrá.is
Hnitnúmer: 10068273