Lónsbraut, bátaskýli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 315
5. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 30.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að gera samantekt með athugasemdum og boða til fundar með fulltrúum eigenda.