Lónsbraut, bátaskýli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1684
27. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð SBH frá 12.júní sl. Tekið fyrir að nýju skipulag og notkun bátaskýlanna og framtíð svæðisins. Á síðasta fundi fól skipulags- og byggingarráð skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir bátaskýli við Lónsbraut og felur Skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.