Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð SBH frá 12.júní sl.
Tekið fyrir að nýju skipulag og notkun bátaskýlanna og framtíð svæðisins. Á síðasta fundi fól skipulags- og byggingarráð skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir bátaskýli við Lónsbraut og felur Skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."