Norðurbakki 7-9, breyting
Norðurbakki 7A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 323
28. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Byggingaráform voru samþykkt 18.04.2012 með fyrirvara um að leiðrétt skráningartafla berist. Ekki hefur verið brugðist við erindinu og engar framkvæmdir verið á staðnum. Samkvæmt upphaflegum skilmálum í lóðaleigusamningi átti að vera lokið við að fullgera húsið að utan og lóð frágengin þann 1. október 2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um að nýir skilmálar verði settir á nýja eigendur þannig að skil á skráningartöflu á teikningarformi og rafrænu verði eigi síðar en 1. júlí 2013 og fokheldi eigi síðar en 1. júlí 2015. Verði ekki staðið við þessa tímafresti verði ákvæði lóðarsamings beitt: "Ljúki lóðarhafi ekki lóð og frágangi húss að utan á tilskyldum tíma ber honum að greiða sekt að upphæð kr. 10.000 á dag.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu skipulags- og byggingarsfulltrúa en þó þannig að húsið verði fokhelt í siðasta lagi 1. janúar 2015, og vísar henni áfram til bæjarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 200310 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092205