Hafnarstjórn - 1407
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3316
3. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27. 4. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 10.1. 1204277 - Háigrandi hf, aðalfundur 2012 Lagt fram fundarboð til aðalfundar Háagranda hf. 10. maí 2012. Hafnarstjórn samþykkir að fulltrúar hafnarinnar á aðalfundi Háagranda hf. verði Sigurbergur Árnason með atkvæði hafnarinnar og Már Sveinbjörnsson.
Höfnin samþykkir að hlutafé verði aukið í samræmi við framkomna tillögu.
Hafnarstjórn telur ekki ástæðu til að fjölga stjórnarmönnum. 10.2. 1112202 - Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir Óseyrarrbaut 31. Málinu var frestað til næsta fundar 10.3. 1109041 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2012 Lagt fram yfirlit um rekstur hafnarinnar fyrir tímabilið janúar mars 2012.
Ennfremur lagt fram yfirlit yfir skipaumferð og vörumagn Hafnarfjarðarhafnar fyrir sama tímabil. 10.4. 1011392 - Átaksverkefni tengd hafnsækinni starfsemi. Farið yfir stöðu verkefna. Umræður urðu um möguleg næstu skref. 10.5. 1204396 - Húsbílastæði við Flensborgarhöfn Lagt fram minnisblað Sigurbergs Árnasonar um húsbílastæði við Flensborgarhöfn, dagsett 26. apríl 2012. Hafnarstjórn telur ekki grundvöll fyrir aðstöðu fyrir húsbíla á hafnarsvæðinu, en bendir á Víðistaðatún, sem vænlegan kost fyrir húsbíla. 10.6. 1106231 - Leki inn á Hvaleyrarbraut 28 Hafnarstjóri kynnti kröfur lóðarhafa og stöðu mála.