Sorphirða í Hafnarfirði - útboð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1701
10. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð FRAMH frá 5.apríl sl. Fyrir liggur í úrskurði kærunefndar útboðsmála 26.mars 2013 í máli nr.37/2012.
"Felld er úr gildi ákvörðun kærða, Hafnarfjarðarkaupstaðar, þess efnis að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. í útboði kærða "Hafnarfjörður-sorphirða 2013-2021"
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Umhverfis- og framkvæmdasviði að leita samninga við Kubb ehf. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.
Svar

Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson mætti til fundarins kl. 14:15. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.

Gert stutt fundarhlé. Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að samningi við Kubb ehf. um sorphirðu í Hafnarfirði frá 2013 til 2021.