9.liður úr fundargerð BÆJH frá 16.jan.sl.
4. liður úr fundargerð UMFRAM frá 15.jan.sl.
Tekið til umræðu. Til fundarins mætti Ishmael David
Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna og fagnar þeim góða árangri sem er að nást í flokkun sorps.
Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því við bæjarráð að samþykkt hækkun sorphirðugjalda fyrir 2014 verði dregin til baka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill leggja sitt af mörkum með aðilum vinnumarkaðarins til að halda niðri verðlagi í landinu og skapa stöðugleika í efnahagsmálum. Í ljósi þessa samþykkir bæjarstjórn að draga til baka áður samþykktar breytingar á sorphirðugjaldi fyrir árið 2014.
Svar
Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Ólafur Ingi Tómasson, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Ólafs Inga Tómassonar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.