Sorphirða í Hafnarfirði - útboð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3367
16. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð UMFRAM frá 15.jan.sl. Tekið til umræðu. Til fundarins mætti Ishmael David
Svar

Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna og fagnar þeim góða árangri sem er að nást í flokkun sorps.
Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því við bæjarráð að samþykkt hækkun sorphirðugjalda fyrir 2014 verði dregin til baka.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill leggja sitt af mörkum með aðilum vinnumarkaðarins til að halda niðri verðlagi í landinu og skapa stöðugleika í efnahagsmálum. Í ljósi þessa samþykkir bæjarstjórn að draga til baka áður samþykktar breytingar á sorphirðugjaldi fyrir árið 2014.