Rauðhella 11. lokaúttekt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 519
16. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Húsið er skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Lokaúttekt var framkvæmd 16.10.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Komið hefur í ljós að byggingarstjóri sagði sig af verki skömmu síðar. Enginn byggingarstjóri er því skráður á verkið.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi afturkallar dagsektir á f.v. byggingarstjóra og gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna. Öryggismálum hússins er ábótavant.