Sjálfstæðisflokkurinn,frumvarp um stjórnun fiskveiða, fyrirspurn 23.4.2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1681
9. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.maí sl. Tekið fyrir að nýju. Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirliggjandi frumvörp um stjórnun fiskveiða og veiðileyfagjald verði skoðuð með tilliti til hagsmuna Hafnarfjarðar.
Bæjarráð vísar framkominni tillögu til bæjarstjórnar.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.

Gert stutt fundarhlé.

Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að þegar boðuð endurskoðun á frumvörpum um stjórnun fiskveiða og veiðileyfagjald liggur fyrir verði þau metin með tilliti til beinna áhrifa þeirra á tekjur bæjarins, rekstrarumhverfi hafnfirskra sjávarútvegsfyrirtækja, sem og fyrirtækja sem vinna í tengdum greinum."

Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

Bæjarstjórn samþykkti framlagða breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 19:30. Í hennar stað mætti Helga Ragnheiður Stefánsdóttir.

Tekið 30 mínútna matarhlé.