Bæjarráð samþykkir málið með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti og vísar málinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja bættar almenningssamgöngur í Hafnarfirði en ítreka vonbrigði sín með að samstarfi við Frístundabílinn hafi verið hætt í stað þess að gefa verkefninu lengri tíma til að sanna sig. Á sama tíma er nú gengið til samninga við Strætó um umtalsvert dýrari kost við að auka innanbæjarakstur."