Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar. Endurskoðuð 2012-2014
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1691
7. nóvember, 2012
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð FJÖH frá 31.október sl. Lögð fram fjölskyldustefna Hafnarfjarðar 2012-2014. Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi mætti til fundarins og kynnti stefnuna ásamt Hauki Haraldssyni frá fjölskyldusviði og Eiríki Þorvarðarsyni frá fræðslusviði. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að skipa framkvæmdahóp til að fylgja eftir verkefninu. Fjölskylduráð samþykkir endurskoðun fjölskyldustefnunnar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða fjölskyldustefnu.