Hreinsun í nýjum íbúðarhverfum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 298
4. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga um hreinsun vegna byggingarframkvæmda í nýjum íbúðarhverfum: Völlum 5 og 6, Áslandi 3, Norðurbakka og Lónshverfi (Skipalóni).
Svar

SBH samþykkir að setja í gang sérstak hreinsunarátak vegna byggingarframkvæmda í nýjum íbúðarhverfum: Völlum 5 og 6, Áslandi 3, Norðurbakka og Lónshverfi (Skipalóni). Átakið standi yfir í 6 mánuði og sérstök áhersla verður lögð á frágang byggingarsvæða. Framkvæmd verkefnisins verði með svipuðu hætti og hreinsunarátak á iðnaðarsvæðum sem nú er lokið. Með þessu átaki er jafnframt vakin athygli framkvæmdaðila á 15. kafla nýrrar byggingarreglugerðar sem tók gildi í lok janúar 2012 sem fjallar um frágang á byggingarstað og förgun efnis. Sviðsstjóra falið að gera áætlun um framkvæmd fyrir næsta fund.