Lagt fram til kynningar. 16.1. 1105286 - Hafnarfjarðarvefurinn. visithafnarfjordur.is Greint frá því að búið er að opna vefinn visithafnarfjordur.is. Rætt um nýja vefinn og næstu skref í því að gera hann sem allra best úr garði. 16.2. 1203322 - Bjartir dagar 2012 Drög að dagskrá lögð fram. Farið yfir dagskrá. 16.3. 1204336 - Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar. Endurskoðuð 2012-2014 Óskað eftir umsögn menningar- og ferðamálanefndar. Farið yfir stefnuna og rætt um þær athugasemdir sem nefndin vill koma á framfæri. Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að taka saman fyrir næsta fund. 16.4. 1202073 - Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum. Rætt um næstu skref. Ákveðið að halda einn stefnumótunarfund nefndar fyrir sumar og að eftir það fari drög að stefnumótun í ferðamálum í umsagnarferli. 16.5. 1010907 - Bókasafn Hafnarfjarðar, kynning á starfsemi og helstu áhersluþáttum. Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins, mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni. Nefndin þakkar Önnu fyrir greinargóðar upplýsingar af stöðu mála. 16.6. 1204331 - Reykjanesfólkvangur, fundargerðir 2012 Lagðar fram nýjustu fundargerðir.