Hamrabyggð 7, hjólhýsi
Hamrabyggð 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 411
30. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Á hverfafundi bæjarstjóra 23.05.12 kom fram kvörtun vegna hjólhýsis fyrir framan húsið sem truflar umferð um götuna. Í 20. Grein lögreglusamþykkatar fyrir Hafnarförð segir m.a.: "Staða eftirvagna og tengivagna, s.s. hestaflutningavagna, hjólhýsa, tjaldvagna, dráttarkerra, báta og þess háttar tækja sem og húsbíla sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu er bönnuð á götum og almennum bifreiðastæðum. Framkvæmdasviði er heimilt að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu Hafnarfjarðarbæjar ökutæki sem brjóta í bága við 1. mgr. ? 5. mgr., ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum og ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins."
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda hjólhýsisins að fjarlægja hjólhýsið innan þriggja vikna.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 180060 → skrá.is
Hnitnúmer: 10078338