Víkingastræti 3, lokaúttekt
Víkingastræti 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 465
19. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Jóhannesar Viðars Bjarnasonar dags. 2. júlí 2012 þar sem óskað er eftir fresti til 15. september til að ljúka við lagfæringar á atriðum sem gerð var athugasem við í lokaúttekt á nýju húsunum. Umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi féllst á að veita umbeðinn frest til 15.09.12 með því skilyrði að sem fyrst yrði lokið við að klæða með óbrennanlegri klæðningu húsið næst Fjörukránni vegna sambrunahættu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.04.2013 eiganda og byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eigendur Fjörukrána ehf og byggingarstjóra Kjartan Björnsson kr. 20.000 á dag á hvorn aðila frá og með 01.08.13 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Enn fremur mun skipulags- og byggingarfulltrúi senda erindi um áminngu á byggingarstjóra í samræmi við 57. grein sömu laga.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 220902 → skrá.is
Hnitnúmer: 10106945