Hlíðarás 20, byggingarstig og notkun
Hlíðarás 20
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 493
8. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Við skoðun embættis byggingarfulltrúa hefur komið í ljós að húsið fyllir skilyrði þess að vera fokhelt, en ekki hefur verið sótt um fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.03.13 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Lagðar voru inn teikningar af breytingum, en afgreiðslu frestað þar sem innsend gögn voru ófullnægjandi.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli um að sækja um fokheldisúttekt. Verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207265 → skrá.is
Hnitnúmer: 10084801