Strandgata 9, Súfistinn, útisvæði og tré
Strandgata 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 303
14. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
Birgir Finnbogason óskar eftir í bréfi dags. 9. júlí 2012, heimild til þess að lagfæra gangstétt og endurbæta útirými við Súfistann, Strandgötu 9 skv.meðfylgjandi teikningum AKO arkitekta. Enn fremur er óskað eftir að fjarlægja Alaskaösp sem stendur á þessum stað vegna skuggamyndunnar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.07.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið hvað varðar endurgerð eða lagfæringu á stétt í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi að kaffihúsinu og greiða fyrir veitingasölu á gangstétt, svo framarlega sem allar framkvæmdir verði á kostnað umsækjanda og unnar í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið bæjarins.
Ekki þykir ástæða til þess að fella Alaskaösp á svæðinu og er þá vísað í umsögn garðyrkjustjóra og arkitekta á skipulagssviði þar sem m.a. kemur fram að ekki sé talið ráðlegt að draga úr skjólmyndun á þessu svæði við Strandgötuna.

Þá er tekið jákvætt í það að myndað sé frekari skjól með lausum sumarskjólveggjum. Þó er óskað eftir frekari gögnum sem sýna útlit og umfang þeirra fá götu séð og mælst til að umræddir veggir taki mið af nánasta umhverfi hvað varðar útlit og gerð. Þá er það undirstrikað að mikilvægt er að halda opinni gönguleið í gengum ,,útisvæði? kaffihússins, og að ekki megi staðsetja skjólveggi nær götu en 1 m. og skal vera gert ráð fyrir loftopnun, svo ekki myndist vindstrengur meðfram götu.
SBH telur jákvætt að lóðarhafi vilj bæta umhverfið og auka aðsókn að þessu svæði við Strandgötuna og samþykkir ennfremur að hafin verði vinna við að skoða frekari grænkun ráðhústorgs fyrir næsta sumar og felur sviðinu að vinna tillögur þess efnis.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122393 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038619