Lagt fram til kynningar. 17.1. 1206124 - Fundargerðir, reglur um fylgiskjöl Bæjarstjóri kynnti reglur Hafnarfjarðarbæjar um birtingu fylgiskjala með fundargerðum. Reglurnar tóku gildi 1. október 2012. 17.2. 1209178 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013 Farið yfir forsendur rekstrar- og fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2013 ásamt fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árin 2014 til 2016. Rætt var um ýmsar forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlunar og hafnarstjórn samþykkir að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn 9. október n.k. til fyrri umræðu.