Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Þá tók til máls Rósa Guðbjartsdóttir. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson.
Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Það er fagnaðarefni að undirbúningur við byggingu nýs hjúkrunarheimilis hefjist að nýju, en framkvæmdir hafa tafist um nokkur ár vegna þess að forval reyndist ekki löglegt, en sú staðreynd hefur legið fyrir í tæp tvö ár og sætir undrun hvers vegna meirihlutinn hefur ekki unnið áfram að undirbúningi verksins.
Nú þegar verkefninu er ýtt úr vör á ný eftir biðstöðu undanfarinna ára er mikilvægt að vanda til við undirbúning verksins og endurmeta upphaflegar forsendur.
Starfshópnum sem skilaði af sér til bæjarráðs sl. fimmtudag var falið af bæjarráði að skoða ólíkar leiðir við hönnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimis og koma með tillögu til bæjarráðs sem taki til þessa þátta.
Hópurinn var sammála um leiðir við hönnun og byggingu verkefnissins og þar sem ég tók fullan þátt í þeirri vinnu skrifaði ég undir niðurstöðu starfshópsins. Ég gerði hinsvegar fyrirvara við undirskrift mína sem er fylgiskjal við niðurstöðu starfshóps.
Ástæða fyrir mínum fyrirvara er ég geri athugasemdir við að starfshópurinn hefur ekki lokið verki sína varðandi rekstraþætti verkefnisins auk þess að ég tel mikilvægt að enduskoða þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar verkefninu í stefnumótun frá árinu 2006 og skoða hver þróun málaflokksins sem varðar öldrunarþjónustu er varðandi þjónustuframboð og þar skiptir miklu máli að líta sérstaklega til staðsetningar en ljóst er að forsendur fyrir núverandi staðsetningu hafa gjörbreyst. Þessi sjónarmið settí ég fram í starfshópnum en þau fengu ekki hljómgrunn.
Þar sem málið hefur tafist töluvert væri ennfremur eðlilegt að gefa hagsmunaðilum aðkomu að því og fá umsögn frá fagaðilum sem sinna rekstri sambærilegra stofnana og þeim samtökum sem standa að öldrunarmálum í Hafnarfirði.
Þar sem verkefnið er skilyrt að hálfu ríkisvaldsins og öll ábyrgð og fjárhagsleg áhætta mun hvíla á sveitarfélaginu er nauðsynlegt að rekstrarlegar forsendur liggi fyrir við upphaf verkefnisins sérstaklega í ljósi fjárhagstöðu sveitarfélagsins og þeirra skýringa sem gefnar hafa verið vegna þeirra tafa sem orðið hafa á framgangi verksins um að óljóst sé hvort bænum er heimilt að fara í þessa skuldsetningu."
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks (sign)
Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
"Vísað er til bókunar bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi bæjarráðs 21. feb. sl. um málefni hjúkrunarheimilis og uppbyggingar á Sólvangi."
Rósa Guðbjartsdóttir (sign).