Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsskilmála með örfáum ábendingum og heimilar auglýsingu þess.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tilnefna nýjan fulltrúa, Bergþór Jóhannsson, í verkefnisstjórnina i stað Helgu Ingólfsdóttur.
Jafnframt leggja þeir fram eftirfarandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að sem flest atriði á þessu stigi séu skýr og svör við spurningum varðandi rekstur og framkvæmd liggi fyrir um leið og málinu er haldið áfram.
Því er óskað eftir upplýsingafundi um byggingu hjúkrunarheimilis við fyrsta tækifæri með bæjarfulltrúum, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmda og öðrum aðilum sem svarað geta spurningum um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis. Markmiðið er að fara yfir stöðu málsins og alla rekstrar- og framkvæmdaþætti til lengri og skemmri tíma jafnframt því sem útboð fer í ferli."