Dalshraun 5 ólögleg búseta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 438
5. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Borist hafa vísbendingar um ósamþykkta íbúð og ólöglega búsetu að Dalshrauni 5. Húsið er á athafnasvæði og búseta því óheimil og erindi þar um hefur áður verið synjað. Borist hefur ábending frá einum eiganda um að búsetan sé í íbúðum sem ekki eru skráðar sem slíkar. Við vettvangsskoðun kom í ljós að gerðar hafa verið íbúðir í rýmum 201, 202 og 302 án þess að samþykktar teikningar lægju fyrir. Þar sem skráð hefur verið lögheimili í þeim tveimur eignarhlutum sem skráðar eru sem íbúðir gerði skipulags- og byggingarfulltrúi 28.11.12 ekki athugasemdir við búsetu í þeim. Frekari skráning íbúða í húsinu yrði ekki heimiluð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 400/1998, grein 4.6.1, og búseta í öðrum hlutum hússins er ekki heimil. Komið hefur í ljós að 24 einstaklingar eru skráðir á þær tvær íbúðir sem skráðar eru sem íbúðir í húsinu og því ljóst að einhverjir búa í þeim hlutum húsissins sem ekki eru skráðir sem íbúðir. Lagður fram tölvupóstur frá fasteignaskráningu Þjóðskrár.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi mun senda erindi til Þjóðskrár um að breyta skráningu þeirra hluta sem skráðir eru sem íbúðir. Þeir einstaklingar sem eru þegar skráðir með lögheimili geta verið það áfram, en ekki verður unnt að skrá nýja einstaklinga með lögheimili í húsinu.