Þar sem skráð hefur verið lögheimili í þeim tveimur eignarhlutum sem skráðar eru sem íbúðir gerir skipulags- og byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við búsetu í þeim. Frekari skráning íbúða í húsinu verður ekki heimiluð í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 400/1998, grein 4.6.1, og búseta í öðrum hlutum hússins er ekki heimil. Eigendum þeirra rýma þar sem ólöglegar breytingar hafa verið gerðar ber að færa þau í fyrra horf.