Aflétting kvaðar um umferð úm lóðirnar Fb 1,3 og 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 312
11. desember, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Fiskvinnslunnar Kambs hf, Haraldar Jónssonar ehf og Fornubúða eignarhaldsfélags um að kvöð um umferð milli húsanna Fornubúða 1 og 3 annarsvegar og Fornubúða 3 og 5 hinsvegar verði aflétt. Umsóknin er dagsett 3. október og undirrituð Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs hf, Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Haraldar Jónssonar ehf og Jón Rúnar Halldórsson framkvæmdastjóri Fornubúða eignarhaldsfélags. Hafnarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti en þó með því skilyrði að allir eigendur í viðkomandi húsa hafi óskertan aðgang að húsnæði sínu. Hafnarstjórn vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs til nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga. Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingarsviðs um erindið.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að aflétta kvöðunum að hluta í samræmi við umsögn hafnarstjóra.