Dalshraun 11, umsókn um stækkun lóðar og fjölgun bílastæða
Dalshraun 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 453
27. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
Húsfélagið Dalshrauni 11. leggur inn 12.10.2011 fyrirspurn um að fjölga bílastæðum, framkvæmdin er engöngu á bæjarlandi. Hún felur í sér að búa til bílastæði á eyjum(gras) og minnka innkeyrslugatið inn á bílastæði frá Stakkahrauni. Eigendur hússins krefjast þess að lóðarmörk húsins verða færð yfir verðandi nýju bílastæði enda stendur til að húsfélagið fjarmagni alla framkvæmdina. Sjá meðfylgjandi gögn. Skipulags-og byggingarfulltrúi óskaði 13.06.2012 eftir umsögn Umhverfis-og framkvæmdasviðs,sem tók jákvætt í breytingarnar 20.06.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið svo fremi sem bílastæði sé innan lóðar. Sótt hefur verið um lóðarstækkun.
Svar

Umsækjandi þarf að sækja formlega um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120263 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030049