Nordic Built
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 340
11. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Formaður gerir grein fyrir framhaldi samstarfsverkefnisins Nordic Built, sem snýst um borgarskipulag.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra og bæjarstjóra að ganga frá undirritun sjálfbærnisáttmála Nordic Built.

Greinagerð með afgreiðslu:
Nordic Built er eitt af svokölluðum kyndilverkefnum Norræna Nýsköpunarsjóðsins sem upphaflega átti aðeins standa yfir í 3 ár eða frá 2011-2014. Markmið verkefnisins var að auka sjálfærni og samkeppnisforskot byggingarmarkaðarins á Norðurlöndunum og auka samvinnu þvert á fræði-/fagreinar og landamæri. Óhætt er að segja að verkefnið hafi tekist vonum framar og hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem og opinberir aðilar eins og sveitarfélög þegar skrifað undir sjálfbærnisáttmála Nordic Built sem er leiðandi stef í verkefninu og fjármögnun þeirra verkefna sem það hefur styrkt en alls voru úthlutað 2.8 milljörðum til 13 verkefna í fyrri áfanga þess. Í lok árs 2013 tók norræna ráðherranefndin ákvörðun um að halda verkefninu áfram undir formerkjum Nordic Built 2.0 og nú með áherslu á vistvænt borgarskipulag og er nú um að ræða verkefni til þriggja ára. Það er ekki síst á þessum grunni sem Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar felur sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs og bæjarstjóra að undirrita sjálfbærnisáttmálann, sem felur ekki í sér neinar fjárhagslegar skuldbindingar heldur er leiðarsljós í þeirri vinnu sem unnin er að hálfu bæjarins í skipulags- og byggingarmálum og samræmist þeim grunnmarkmiðum sem sett eru fram í m.a. aðalskipulagi og umverfis- og auðlindastefnum um áherslur á sjálfbærni í störfum og verkum sem unnin eru á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Með því að undirskrifa sáttmálann þá kemst Hafnarfjörður í hóp fjölmargra framsækinna sveitarfélaga og annarrra aðila sem starfa á Norrænum byggingarmarkaði og gefur tækifæri til þátttöku samstarfsverkefna um vistvænt borgarskipulag í samvinnu við sveitarfélög og framkvæmdaaðila á Norðurlöndunum.